MOODmake up Shool leggur mikla áherslu á að bjóða upp á einvala lið kennara sem eru sérfræðingar á sínu sviði ásamt því að búa yfir mikilli fjölbreyttri starfsreynslu í bransanum.  Saman vinnum við að því markmiði að nýta styrkleika okkar allra í að skapa gagnlegt, en ekki síður skemmtilegt nám fyrir nemendur okkar, og skapa þeim ný tækifæri með þeirri menntun sem skólinn hefur upp á að bjóða.

 

team_image
Eygló Ólöf Birgisdóttir

Eygló útskrifaðist úr grunnnámskeiði frá EMM School of Make Up vorið 2006. Um áramótin 2007 lauk hún framhaldsnámskeiði í tísku og auglýsingaförðun frá EMM. Hún sótti námskeið í háskerpuförðun fyrir sjónvarp (e. high definition) í London í janúar 2011.

Eygló starfar einnig sem freelance makeup artisti meðfram því að reka MOOD Makeup School. Hún starfað á árunum 2008 til 2010 hjá MAC í Kringlunni og í Smáralind þar sem hún var verslunarstjóri. Eygló hóf störf sem förðunarfræðingur hjá Rúv í júní 2008 og starfar þar enn. Hún hefur tvisvar farið sem förðunarfræðingur með íslensku Eurovision keppendum, árið 2011 fór hún með Vinum Sjonna til Dusseldorf og árið 2012 fór hún með Grétu Salóme og Jónsa til Azerbaijan. Eygló hefur séð um förðun í þáttaröðunum Biggest Loser en þeir þættir eru framleiddir af Sagafilm.

Netfang: eyglo@moodschool.is
Sími: 690 3232

team_image
Harpa Káradóttir

Harpa Káradóttir hefur starfað sem förðunarfræðingur frá árinu 2007. Harpa hefur bæði lokið grunnnámi frá EMM School of Make-up og sjónvarps og kvikmyndaförðun frá Make-up Designory í Los Angeles. Hún starfaði í MAC í 7 ár og var verslunarstjóri og meðlimur MAC Nordic Event Team.
Frá árinu 2008 hefur hún einnig starfað við förðun fyrir ýmsar auglýsingar, bæði íslenskar og erlendar, tónlistarmyndbönd, tískusýningar, tískutímarit og margt fleira.
Harpa er höfundur förðunarbókarinnar Andlit og starfar einnig sem förðunarritstjóri tímaritsins Glamor Iceland.

team_image
SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR