Framhaldsnámskeið

Markmið framhaldsnámskeiðsins er að nemendur verði að námi loknu hæfir til að starfa við þau svið förðunar sem áhugi þeirra beinist að, svo sem auglýsingar, tísku, sölu eða kynningu á förðunarvörum, sjónvarp, kvikmyndum o.fl.

 

Lögð er áhersla á að nemendur öðlist færni til þess að starfa við förðun á atvinnumarkaðnum eins og hann er í dag og að þeir læri að koma sér á framfæri. Við fáum til okkar marga góða gestakennara, til að mynda hárgreiðslumeistara, ljósmyndara og stílista.

 

Meðal annars verður kennd airbrushförðun og förðun fyrir háskerpu (e. high definition).

Þess má geta að skólinn er eini sinnar tegundar sem kennir förðun fyrir háskerpu hér á landi.

Einnig verður farið í grunnkennslu í special effect. Í því felst meðal annars gerð sára, skalla og marbletta.

Unnið er að tískuþætti sem nemendur sjá um að stílisera og farða fyrir. Náin samvinna verður við ljósmyndara og nemendur fá að spreyta sig á raunverulegum verkefnum.

 

Framhaldsnámskeiðið er fimm vikna námskeið.

Kennt er 4 daga vikunnar, frá mánudegi til fimmtudags, í 4 klst. í senn.

 

Námskeiðsgjald er 199.900 kr.