Grunnnámskeið

Grunnnámskeið í förðun er átta vikur. Kennt er mánudaga til fimmtudaga á kvöldin og á morgnana.

Kennsla morgunhóps er frá kl. 09:00-13:00 og kvöldhóps er frá kl. 19:00-23:00.

 

Kennarar eru með áralanga reynslu í förðun á sviði tísku- og auglýsingaförðunar sem og sjónvarpsförðunar.

Skólinn leggur upp úr fjölbreytni í kennslu til að auka víðsýni nemenda.

 

Á námskeiðinu verður farið í öll undistöðuatriði förðunar, svo sem náttúrulega förðun, brúðarförðun, sjónvarpsförðun og mismunandi útfærslur af smokey förðun en einnig verður farið yfir tímabilin.

 

Snyrtifræðingur kemur og fer yfir umhirðu húðar en nemendur fá einnig kennslu í hári.

 

Yfir önnina hafa nemendur kost á starfskynningu í verslunum MAC. Nemendur fá þá að starfa í verslununum einn laugardag á meðan á námskeiðinu stendur.

 

Í lok námskeiðs taka nemendur próf.

Atvinnuljósmyndari tekur prófmyndirnar og við útskrift fá nemendur bestu myndirnar sínar á prenti og á rafrænu formi.

María Guðvarðardóttir, brand manager MAC á Íslandi, verður sérstakur prófdómari.

 

Nemendur útskrifast að námskeiði loknu með diploma í förðunarfræði.

 

Námskeiðsgjald er 369.900 kr. Hægt er að skipta greiðslum í allt að 36 mánuði á kreditkort, innifalið í verðinu er glæsilegur vörupakki frá MAC Cosmetics.